Jón Nordal, tónskáld og fyrrverandi skólastjóri Tónlistarskólans í Reykjavík, lést í gær, 5. desember, á 99. aldursári. Jón var meðal ástsælustu tónskálda þjóðarinnar og einn helsti forystumaður í uppbyggingu tónlistarlífs á Íslandi síðastliðna öld.
Jón Nordal fæddist á æskuheimili sínu á Baldursgötu 33 í Reykjavík 6. mars 1926. Foreldrar hans voru Ólöf Nordal og Sigurður Nordal prófessor. Eldri systkini hans voru Bera, f. 1923, d. 1927, og Jóhannes, síðar seðlabankastjóri, f. 1924, d. 2023.
Jón lauk burtfararprófi í píanóleik frá Tónlistarskólanum í Reykjavík 1948 og tónsmíðum 1949. Hann stundaði framhaldsnám í píanóleik og tónsmíðum í Zürich í Sviss 1949-1951, auk námsdvalar í París, Róm og Darmstadt 1956-1957. Jón var skólastjóri Tónlistarskólans í Reykjavík í 43 ár, eða frá árinu 1959 til 1992, auk þess að kenna píanóleik og tónfræði. Tónlistarskólinn var
...