Uppreisnarmenn í Sýrlandi hertóku í gær borgina Hama eftir um tveggja daga átök í nágrenni hennar. Fall borgarinnar er mikið áfall fyrir Bashar al-Assad Sýrlandsforseta, en uppreisnarmenn hafa nú á skömmum tíma náð tveimur af helstu borgum Sýrlands á sitt vald
Aleppó Sýrlensk fjölskylda sést hér skoða hið fornfræga borgarvirki Aleppó-borgar, en borgin féll í hendur uppreisnarmanna um síðustu helgi.
Aleppó Sýrlensk fjölskylda sést hér skoða hið fornfræga borgarvirki Aleppó-borgar, en borgin féll í hendur uppreisnarmanna um síðustu helgi.

Stefán Gunnar Sveinsson

sgs@mbl.is

Uppreisnarmenn í Sýrlandi hertóku í gær borgina Hama eftir um tveggja daga átök í nágrenni hennar. Fall borgarinnar er mikið áfall fyrir Bashar al-Assad Sýrlandsforseta, en uppreisnarmenn hafa nú á skömmum tíma náð tveimur af helstu borgum Sýrlands á sitt vald.

Fregnir bárust í gærmorgun af því að uppreisnarmenn hefðu náð að hrinda gagnsókn sýrlenska stjórnarhersins og að Hama-borg væri því umkringd úr þremur áttum. Skömmu eftir hádegið var svo ljóst að borgin hefði fallið, en samkvæmt bresku mannréttindasamtökunum Syrian Observatory for Human Rights réðust uppreisnarmenn á borgina úr nokkrum áttum og áttu í götubardögum við stjórnarherinn.

Uppreisnarhópurinn Hayat Tahrir al-Sham (HTS) er í fararbroddi uppreisnarmanna, en leiðtogi hópsins,

...