Landskjörstjórn frestaði fundi um úthlutun þingsæta sem halda átti í dag. Var það gert að beiðni yfirkjörstjórnar í Suðvesturkjördæmi, að því er fram kemur í tilkynningu frá landskjörstjórn.
Þar segir að landskjörstjórn muni taka ákvörðun um hvar og hvenær fundurinn verði haldinn eins fljótt og auðið er. Verður tilkynning þess efnis birt á vef landskjörstjórnar og á kosning.is, auk þess sem umboðsmenn flokkanna verða látnir vita.
Greint hefur verið frá því að umboðsmaður Framsóknarflokksins hafi lagt fram beiðni um endurtalningu í Suðvesturkjördæmi eftir kosningarnar á laugardag.
Formaður yfirkjörstjórnar kjördæmisins sagði í samtali við mbl.is fyrr í vikunni að engin skýr heimild væri fyrir yfirkjörstjórnina í kosningalögum til þess að taka ákvörðun um endurtalningu. Sagði hann einnig að kjörstjórnin hefði lokið
...