Geirfuglseggið sem boðið var til sölu.
Geirfuglseggið sem boðið var til sölu.

Geirfuglsegg, sem boðið var upp hjá Sotheby's í Lundúnum á miðvikudag, seldist ekki.

Eggið var metið á 50-70 þúsund pund, jafnvirði 9-12 milljóna króna. Það er kennt við breska bóksalann og náttúrufræðinginn William Yarrell sem var í nánum tengslum við helstu náttúruvísindamenn á 19. öld, þar á meðal Charles Darwin.

Auk eggsins voru boðnir upp ýmsir dýrgripir, einkum húsgögn og skrautmunir.

...