Minjastofnun hefur að tillögu Kirkjugarða Reykjavíkur hafið undirbúning að tillögu til ráðherra um friðlýsingu Hólavallagarðs, gamla kirkjugarðsins við Suðurgötu í Reykjavík. Á fundi borgarráðs Reykjavíkur í gær var samþykkt sameiginleg umsögn…
Merkur Margir leggja leið sína í Hólavallagarð við Suðurgötu.
Merkur Margir leggja leið sína í Hólavallagarð við Suðurgötu. — Morgunblaðið/Árni Sæberg

Minjastofnun hefur að tillögu Kirkjugarða Reykjavíkur hafið undirbúning að tillögu til ráðherra um friðlýsingu Hólavallagarðs, gamla kirkjugarðsins við Suðurgötu í Reykjavík.

Á fundi borgarráðs Reykjavíkur í gær var samþykkt sameiginleg umsögn Borgarsögusafns og umhverfis- og skipulagssviðs þar sem lagt er til að Reykjavíkurborg samþykki fyrir sitt leyti að Hólavallagarður verði friðlýstur. Með friðlýsingu fengi garðurinn skýrari stöðu sem merkilegur minjastaður sem leitt gæti til að umgjörðin um viðhald hans og umgengni verði enn betri.

Fyrirhuguð friðlýsing tekur til kirkjugarðsins í heild, veggjar umhverfis garðinn, heildarskipulags hans, klukknaports, minningarmarka og ásýndar garðsins. Tekið er fram að friðlýsingin hafi ekki áhrif á umhirðu og daglegan rekstur garðsins og áfram verði heimilt að jarðsetja duftker og halda við leiðum í samráði við Kirkjugarða Reykjavíkur.

Í rökstuðningi friðlýsingar segir að Hólavallagarður sé meðal merkustu

...