Oftast var strikað yfir nafn Höllu Hrundar Logadóttur oddvita Framsóknar af öllum frambjóðendum í Suðurkjördæmi eða alls 192 sinnum. Það eru um 5% af þeim sem kusu Framsókn.
Þetta kemur fram í svari formanns yfirkjörstjórnar Suðurkjördæmis við fyrirspurn mbl.is. Alls var um að ræða 766 útstrikanir. Á eftir Höllu kemur Karl Gauti Hjaltason oddviti Miðflokksins, en 146 strikuðu yfir nafn hans eða færðu hann neðar.