Halla Hrund Logadóttir
Halla Hrund Logadóttir

Oft­ast var strikað yfir nafn Höllu Hrund­ar Loga­dótt­ur odd­vita Fram­sókn­ar af öll­um fram­bjóðend­um í Suður­kjör­dæmi eða alls 192 sinn­um. Það eru um 5% af þeim sem kusu Fram­sókn.

Þetta kem­ur fram í svari for­manns yfir­kjör­stjórn­ar Suður­kjör­dæm­is við fyr­ir­spurn mbl.is. Alls var um að ræða 766 út­strik­an­ir. Á eft­ir Höllu kem­ur Karl Gauti Hjalta­son odd­viti Miðflokks­ins, en 146 strikuðu yfir nafn hans eða færðu hann neðar.