Forsætisráðherra Georgíu, Irakli Kobakhidze, hét því í gær að hann myndi „útrýma“ því sem hann kallaði „frjálslyndan fasisma“ úr Georgíu. Einn af leiðtogum stjórnarandstöðunnar, Nika Gvaramia, var handtekinn í gærmorgun, en…
Irakli Kobakhidze forsætisráðherra.
Irakli Kobakhidze forsætisráðherra.

Forsætisráðherra Georgíu, Irakli Kobakhidze, hét því í gær að hann myndi „útrýma“ því sem hann kallaði „frjálslyndan fasisma“ úr Georgíu. Einn af leiðtogum stjórnarandstöðunnar, Nika Gvaramia, var handtekinn í gærmorgun, en stjórnvöld reyna nú að kveða niður mótmæli gegn ríkisstjórninni.

Volodimír Selenskí Úkraínuforseti tilkynnti í gær að stjórnvöld þar hefðu ákveðið að setja Kobakhidze og auðkýfinginn Bidzina Ivanishvili á svartan lista. Sagði Selenskí að refsiaðgerðunum væri beitt gegn þeim sem væru að afhenda Georgíu til Rússlands.