Fréttaskýring

Sonja Sif Þórólfsdóttir

sonja@mbl.is

Íslendingar hafa varið rúmum tveimur milljörðum króna í þyngdarstjórnunarlyfið Wegovy á fyrstu ellefu mánuðum ársins. Langstærstur hluti er einstaklingar sem fá lyfið uppáskrifað af lækni en mæta ekki skilyrðum fyrir greiðsluþátttöku frá Sjúkratryggingum Íslands.

Á árinu 2024 voru 10.733 einstaklingar á lyfinu og greiddu fyrir það úr eigin vasa, tæplega 1,8 milljarða króna samtals. 987 manns fá Wegovy niðurgreitt af Sjúkratryggingum. Hefur það kostað SÍ rúmar 200 milljónir króna á þessu ári að greiða niður lyfið og einstaklingana um 20 milljónir króna samtals. Þetta má lesa út úr þeim gögnum sem Morgunblaðið kallaði eftir frá Sjúkratryggingum Íslands um greiðsluþátttöku lyfja.

Færri á Ozempic

...