Fréttaskýring
Sonja Sif Þórólfsdóttir
sonja@mbl.is
Íslendingar hafa varið rúmum tveimur milljörðum króna í þyngdarstjórnunarlyfið Wegovy á fyrstu ellefu mánuðum ársins. Langstærstur hluti er einstaklingar sem fá lyfið uppáskrifað af lækni en mæta ekki skilyrðum fyrir greiðsluþátttöku frá Sjúkratryggingum Íslands.
Á árinu 2024 voru 10.733 einstaklingar á lyfinu og greiddu fyrir það úr eigin vasa, tæplega 1,8 milljarða króna samtals. 987 manns fá Wegovy niðurgreitt af Sjúkratryggingum. Hefur það kostað SÍ rúmar 200 milljónir króna á þessu ári að greiða niður lyfið og einstaklingana um 20 milljónir króna samtals. Þetta má lesa út úr þeim gögnum sem Morgunblaðið kallaði eftir frá Sjúkratryggingum Íslands um greiðsluþátttöku lyfja.