Bjarni Benediktsson starfandi matvælaráðherra gaf í gær út leyfi til veiða á langreyði og hrefnu. Leyfin voru veitt til fimm ára.
Kristján Loftsson forstjóri Hvals og Vilhjálmur Birgisson, formaður Verkalýðsfélags Akraness, voru í hópi þeirra sem fögnuðu ákvörðun ráðherrans. „Þetta eru gríðarlega jákvæð tíðindi og hið eina rétta í stöðunni, enda eru í gildi lög um hvalveiðar,“ segir Vilhjálmur.
Ákvörðunin féll þó í grýttan jarðveg meðal þeirra sem eru andvígir hvalveiðum.
Hvalavinir, Samtök grænkera á Íslandi og Samtök um dýravelferð á Íslandi sendu frá sér yfirlýsingu þar sem leyfin til hvalveiða voru fordæmd.
Þá hefur Dýraverndarsamband Íslands ákveðið að beina kvörtun til umboðsmanns Alþingis vegna
...