Úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála hefur hafnað kröfu hluta eigenda jarðarinnar Óttarsstaða í Hafnarfirði um að fella úr gildi ákvörðun Umhverfisstofnunar frá því í ágúst um breytingu á starfsleyfi Rio Tinto á Íslandi til framleiðslu á allt að 230.000 tonnum af áli í álveri ÍSAL í Straumsvík
Álver Breyting á starfsleyfi álversins í Straumsvík stendur.
Álver Breyting á starfsleyfi álversins í Straumsvík stendur. — Morgunblaðið/Kristinn Magnússon

Guðmundur Sv. Hermannsson

gummi@mbl.is

Úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála hefur hafnað kröfu hluta eigenda jarðarinnar Óttarsstaða í Hafnarfirði um að fella úr gildi ákvörðun Umhverfisstofnunar frá því í ágúst um breytingu á starfsleyfi Rio Tinto á Íslandi til framleiðslu á allt að 230.000 tonnum af áli í álveri ÍSAL í Straumsvík.

Skipulagsstofnun hafði áður komist að þeirri niðurstöðu að umhverfismat, sem fór fram árið 2002, væri fullnægjandi grundvöllur til framleiðsluaukningar umfram 200.000 tonna ársframleiðslu, þ.e. úr 212.000 í allt að

...