Tungutak
Sigurbjörg Þrastardóttir
sitronur@hotmail.com
Nýverið vann ég verkefni sem krafðist þess að ég læsi mig dálítið til um íslensk mannanöfn. Þar varð tvennt á vegi mínum sem mig langar að segja ykkur af. Annað er áhugaverð grein um þróun nafngifta eftir Guðrúnu Kvaran, á vef Árnastofnunar: Nöfn manna, dýra og dauðra hluta. Þar kemur m.a. fram hversu mörg nöfn Íslendingar hafa samtals gefið börnum sínum í gegnum tíðina. Ef þið ættuð að giska, hver yrði talan? Tvö þúsund? Átta hundruð? Guðrún upplýsir að nöfnin séu vel á sjötta þúsund, sem er dágott ef haft er í huga að Íslendingar frá örófi eru samanlagt bara eins og lítil borg í öðru landi. Fjölbreytnin er því umtalsverð og hefur aukist hratt síðustu áratugi (auðvelt er að telja upp nöfn sem áður tíðkuðust
...