Stefán Ólafsson
Íslenskir stjórnmálamenn stæra sig oft af því að við séum með eitt besta velferðarríki í heimi. Ef það væri rétt þá væru velferðarmál ekki efst á lista kjósenda yfir mikilvægustu kosningamálin sem laga þarf: heilbrigðismál, efnahag heimila og húsnæðismál.
Ég hef rannsakað þróun íslenska velferðarkerfisins lengi og borið saman við velferðarkerfi annarra þjóða. Yfirborðslegar yfirlýsingar um besta velferðarkerfi í heimi ber að taka með miklum fyrirvara. Sumt er ágætt hér en annað er ekki nógu gott.
Ísland var alltaf eftirbátur hinna norrænu samfélaganna í uppbyggingu velferðarríkisins á áratugunum frá 1950 til um 1990, þegar hin norrænu kerfin stækkuðu hratt og náðu að tryggja afar góð lífskjör þegna sinna. Sú uppbygging var að mestu leyti verk skandinavísku sósíaldemókratanna
...