Að loknum níu skákum af þeim fjórtán sem tefldar verða með hefðbundnum umhugsunartíma í heimsmeistaraeinvígi Dings Liren og Dommarajus Gukesh sem nú stendur yfir í Singapúr er staðan jöfn, 4½:4½, og spennandi lokakafli fram undan
Skák
Helgi Ólafsson
helol@simnet.is
Að loknum níu skákum af þeim fjórtán sem tefldar verða með hefðbundnum umhugsunartíma í heimsmeistaraeinvígi Dings Liren og Dommarajus Gukesh sem nú stendur yfir í Singapúr er staðan jöfn, 4½:4½, og spennandi lokakafli fram undan. Það var frídagur í gær en nú taka við þrjár skákir án hlés.
Margt virðist benda til þess að Indverjinn ungi verði sterkari á lokasprettinum. En þá ályktun mátti svo sem líka draga þegar Ding Liren tefldi við Jan Nepomniachtchi í fyrra – að Rússinn hlyti að hafa þetta! Í síðustu skákum hafa báðir misst af góðum færum og Ding Liren getur nagað sig í handarbökin eftir tapið í þriðju skákinni sem hann tefldi óaðfinnanlega allt þar
...