Sjóðsfélagar þurfa að rísa upp á afturlappirnar og setja stjórnum og starfsfólki sjóðstýringa lífeyrissjóðanna stólinn fyrir dyrnar.
Bergvin Oddsson
Bergvin Oddsson

Bergvin Oddsson

Tölvuleikjafyrirtækið Solid Clouds hefur verið með einn og sama tölvuleikinn í þróun á fjórða ár. Þegar félagið fór á markað sumarið 2021 var útboðsgengið 12,5 en stendur í dag í um 2,5 eða 20% af útboðsgenginu. Hefur félagið farið í tvö útboð til viðbótar og var hið fyrra sumarið 2023 með þeim vonda árangri og lélegri eftirspurn að útboðinu var frestað enda útboðsgengið tvöfalt á við markaðsgengið 6 á móti 3. Í upphafi þessa árs fór félagið aftur í útboð og þá á genginu 2 til þess að sækja sér meira fé því leikurinn væri á lokametrunum að komast í loftið. Sögðu forsvarsmenn Solid Clouds að leikurinn væri væntanlegur um páskana. Nú er meira en hálft ár liðið frá páskum og enn bólar ekkert á leiknum í almennri dreifingu. Þrátt fyrir fögur fyrirheit í síðustu hálfsársuppgjörum félagsins.

Tekjurnar taldar í

...