Kristín Heiða Kristinsdóttir
khk@mbl.is
Ég var rosalega ánægð með þetta samstarf, enda búa börn yfir einstöku hugmyndaflugi. Ég var því með frábæran efnivið til að vinna úr,“ segir Eygló Jónsdóttir rithöfundur sem skrifaði bókina Jólaævintýri Gloríu, en hið sérstaka við þá sögu er að 125 börn voru meðhöfundar að henni.
„Sköpun þessarar sögu var partur af verkefninu Blásum lífi í þjóðsögurnar, en í haust óskaði Bókasafn Kópavogs eftir tillögum frá börnum fyrir jólasögu sem ég var síðan fengin til að vinna úr. Ég skrifaði jólasögu í 24 köflum upp úr þessum hugmyndum barnanna og í henni er að finna ýmsar þjóðsagnapersónur sem börnin stungu upp á, líka nöfn sögupersóna sem krakkarnir völdu, staðarheiti og atburðir sem þau lögðu til. Upphaflega stóð ekki til að gefa bókina út, en þetta
...