Það kynni að leiða til klofnings innan Samfylkingarinnar yrði ekki litið til vinstri við myndun ríkisstjórnarinnar. Krafan verður því á hendur Viðreisn um að hún beygi meira til vinstri.
Vettvangur
Björn Bjarnason
bjorn@bjorn.is
Halla Tómasdóttir forseti Íslands veitti Kristrúnu Frostadóttur formanni Samfylkingarinnar umboð til stjórnarmyndunar að morgni þriðjudagsins 3. desember.
Í yfirlýsingu Höllu Tómasdóttur sagði að hún hefði rætt við forystufólk þingflokkanna sex daginn áður um „helstu kosti“ í stöðunni eftir þingkosningarnar 30. nóvember. Með hliðsjón af þeim, á grundvelli kosningaúrslitanna og að loknu öðru samtali við Kristrúnu þá um morguninn, hefði hún falið formanni Samfylkingarinnar „umboð til stjórnarmyndunar“.
Sagði forsetinn að Kristrún hefði tjáð sér að hún hefði þegar átt samtöl við formenn
...