Gos gæti hvenær sem er brotist út í Vatnajökli. Hvað verður þá um byggðirnar í Suðursveit og sveitirnar beggja vegna Hornafjarðarfljóts?
Guðmundur Karl Jónsson
Guðmundur Karl Jónsson

Guðmundur Karl Jónsson

Tímabært er að sveitarstjórn Fljótsdalshéraðs brjóti odd af oflæti sínu og afskrifi endanlega hugmyndina um uppbyggðan Sprengisandsveg norðan Vatnajökuls sem yrði hvergi öruggur fyrir snjóþyngslum, miklum blindbyl og hraunrennslinu úr Bárðarbungu fari svo að þar brjótist út annað eldgos. Óskynsamlegt er að beina allri umferð inn á hálendið eftir að jarðfræðingarnir hafa ítrekað að enn sé hætta á ferðum nálægt Bárðarbungu. Heppilegra væri fyrir stuðningsmenn hálendisvegarins að leggja meiri áherslu á þær lagfæringar á Þjóðvegi 1 sem hefði fyrir löngu átt að bjóða út á suðurfjörðum Austurlands, norðan Fagradals og víðar. Þar má nefna nýja brú milli Egilsstaða og Fellabæjar sem þolir enga bið.

Á leiðinni milli Hornafjarðar og Reyðarfjarðar skipta tvíbreiðar brýr enn meira máli en nýr Axarvegur sem sleppur aldrei við 6-12

...