Umbreytingar Verða valkyrjur við stjórnvöl á Alþingi?
Umbreytingar Verða valkyrjur við stjórnvöl á Alþingi?

Þá eru úrslitin ráðin og kominn rífandi gangur í stjórnarmyndunarviðræður þriggja flokksformanna sem kalla sig Valkyrjurnar og syngja í sig takt. Þær líkja þessu ferli líka við barnsfæðingu, og eftirvæntingin er mikil. Guð láti gott á vita.

Það var mikið látið með það af andstæðingum, fyrir kosningar, að starfsstjórnin mætti sem minnst gera og gæti legið á því lúalagi að fara með kassann, sem reyndar er tómur, og gera annan óskunda.

Nú er best að taka þetta fólk á orðinu og láta nýju stjórnina um vandamálin.

Þá er það fyrst leyfi til hvalveiða, í öðru lagi móttaka hælisleitenda, hvort loka eigi á annað en kvótafólk eða opna gáttir.

Á að ráðast í virkjanir vinds og vatns? Verða afgreidd hallalaus fjárlög á kjörtímabilinu, og hvað verður

...