Egill Þórir Einarsson
Ísland er gróðursnautt land miðað við flest lönd í Evrópu en við eigum þó ýmislegt annað sem bætir það upp eins og fallvötn og jarðhita sem við höfum virkjað og gerir okkur sjálfbjarga með orku. Sem þátttakendur í samfélagi þjóðanna og alþjóðasamvinnu ber okkur skylda til að taka þátt í að kveða niður þann vágest sem hlýnun jarðar er. Framlag okkar þarf þó að taka mið af að varðveita náttúru landsins og skila landinu ósnortnu til afkomenda okkar. Hver og einn getur lagt fram sinn skerf í loftslagsmálum með því að stýra neyslunni og vera meðvitaður um hvernig hann getur lækkað kolefnisspor sitt með breyttu líferni. Aðgerðir stjórnvalda þurfa að felast í hvatakerfum í formi skatta eða ívilnana og beina neytendum í átt að umhverfisvænni neysluháttum.
Helstu uppsprettur grænnar orku
Helstu sóknarfæri okkar
...