Landskjörstjórn úthlutar þingsætum á grundvelli úrslita nýliðinna alþingiskosninga í einstökum kjördæmum á fundi sínum í dag. Í framhaldinu verður birt skýrsla landskjörstjórnar um úrslit kosninganna þar sem m.a
Landskjörstjórn Þingsætunum verður úthlutað á fundi landskjörstjórnar.
Landskjörstjórn Þingsætunum verður úthlutað á fundi landskjörstjórnar. — Morgunblaðið/Eggert

Ólafur E. Jóhannsson

oej@mbl.is

Landskjörstjórn úthlutar þingsætum á grundvelli úrslita nýliðinna alþingiskosninga í einstökum kjördæmum á fundi sínum í dag. Í framhaldinu verður birt skýrsla landskjörstjórnar um úrslit kosninganna þar sem m.a. verður gerð grein fyrir útstrikunum í einstökum kjördæmum.

Fundurinn verður haldinn í fyrirlestrasal Stofnunar Árna Magnússonar í íslenskum fræðum, Eddu, að Arngrímsgötu 5. Hefst fundurinn klukkan 11 og verður streymt á kosning.is.

...