Aðvaranir hunsaðar, Hannibal-tilskipunin virkjuð? Nokkrum árum áður voru vopnlausir mótmælendur örkumlaðir. Er eitthvert lokamarkmið með hernaðinum?
Ari Tryggvason
Þann 8. október var Morgunblaðið með fréttaskýringu í tilefni þess að ár var þá liðið frá 7. október. Hér ætla ég að fjalla um hlið þessa máls sem ég hef ekki séð í íslenskum fjölmiðlum. Titill greinarinnar er sá sami og bók norsku læknanna Mads Gilberts og Eriks Fosse. Sá fyrrnefndi hefur komið nokkrum sinnum til landsins til fyrirlestrahalds.
Þessi augu eru hins vegar utan Gasa, eftirlitsaugu kvenhermanna Ísraelsmegin sem einblína á skjái tengda eftirlitsmyndavélum. Þær eru taldar hafa betri athyglisgáfu en karlarnir.
Um miðjan júlí birtist grein eftir mig hér í blaðinu, „7. október og Ísrael“, þar sem ég fjallaði lítillega um hið öfluga eftirlit Ísraelsmegin landamæranna, bæði mannlegt og snjallvætt.