Nokkurt hökt hefur að undanförnu verið í framleiðslu bænda á eggjum, sem í síðustu viku voru uppseld í nokkrum af verslunum Bónuss. Slíkt þótti ótækt svo skömmu fyrir jól þegar bakstur er á mörgum heimilum svo að úr verða gæðastundir fjölskyldna
Egg Bakstrinum er borgið í bili.
Egg Bakstrinum er borgið í bili. — Morgunblaðið/KHJ

Sigurður Bogi Sævarsson

sbs@mbl.s

Nokkurt hökt hefur að undanförnu verið í framleiðslu bænda á eggjum, sem í síðustu viku voru uppseld í nokkrum af verslunum Bónuss. Slíkt þótti ótækt svo skömmu fyrir jól þegar bakstur er á mörgum heimilum svo að úr verða gæðastundir fjölskyldna.

„Við sáum að staðan var ekki nógu góð. Þrjár búðir hjá okkur áttu ekki egg og jólabaksturinn var í hættu. Við gripum því til okkar ráða,“ sagði Björgvin Víkingsson framkvæmdastjóri Bónuss.

...