Höskuldur Daði Magnússon
hdm@mbl.is
„Þetta er einstaklega gott tækifæri fyrir einhvern sem hefur kraft og þor – og á einhvern aur,“ segir Gísli Pálmason, einn eigenda Heydals í Súðavíkurhreppi. Jörðin og vinsæl ferðaþjónusta sem þar hefur verið rekin í rúma tvo áratugi hefur verið auglýst til sölu. Verðmiðinn er 600 milljónir króna.
Samkvæmt upplýsingum frá Magnúsi Leopoldssyni, fasteignasala hjá Fasteignamiðstöðinni, fylgir tilheyrandi eignarland og sameignarréttindi með í kaupunum sem og allur búnaðar og annað tilheyrandi. Segir Magnús að um mjög áhugaverða eign sé að ræða sem eflaust eigi eftir að vekja athygli margra.
Stella hefur staðið í brúnni
Stella Guðmundsdóttir hefur rekið ferðaþjónustuna ásamt Gísla syni sínum og tengdadótturinni Lóu Hrönn. Margir kannast við Stellu enda hefur hún verið andlit staðarins og
...