— Morgunblaðið/Þorgeir

Þá er enn ein jólahátíðin að ganga í garð og árinu 2024 brátt að ljúka. Sama hvað tímanum líður og sama hvaða byltingarkenndar tækniframfarir eiga sér stað hefur sjávarútvegurinn ávallt búið við óvissu. Óvissu vegna veðurs, aflabragða, ráðgjafar Hafrannsóknastofnunar og ekki síst pólitíska óvissu.

Ekki verður séð að pólitíska óvissa hafi minnkað í kjölfar nýafstaðinna alþingiskosninga ef litið er til þeirra flokka sem nú ræða ríkisstjórnarsamstarf. Samfylkingin boðaði óbreytt kerfi en stóraukin veiðigjöld, Viðreisn hefur boðað uppboð aflaheimilda til hæstbjóðanda og Flokkur fólksins hefur talað fyrir breytingum á kerfinu sem myndu tryggja dagróðrabátum auknar veiðiheimildir á kostnað stærri útgerða, slíta í sundur samþættar virðiskeðjur og ljúka þeirri hefð að treysta vísindamönnum fyrir ráðgjöf um hámarksafla. Hver um sig hafa flokkarnir reynt að sýna fram á ágæti síns fagnaðarerindis og

...