Sverrir Ingi Ingason og Daníel Leó Grétarsson léku langmest í miðvarðastöðum karlalandsliðsins í fótbolta á árinu 2024 en hafa eins og fleiri átt í erfiðleikum með að feta í fótspor Kára Árnasonar og Ragnars Sigurðssonar. Morgunblaðið skoðar þessa dagana þá sem berjast um hverja stöðu fyrir sig í landsliðinu og nú er farið yfir miðverðina sem koma til greina. » 27