Ásgeir Ingvarsson
ai@mbl.is
Það á við um sjávarútveginn eins og aðrar atvinnugreinar að gott aðgengi að vönduðum upplýsingum skiptir sköpum fyrir alla ákvarðanatöku.
Anna Björk Theodórsdóttir er stofnandi íslenska tæknisprotans Oceans of Data en þar hefur verið þróuð sérhæfð gagnaveita fyrir sjávarútveginn. Félagið býr að stóru og umfangsmiklu gagnasafni sem fer sístækkandi en hjá Oceans of Data eru gögnin hreinsuð, stöðluð og undirbúin til frekari greiningar.
Anna Björk líkir áhrifum Oceans of Data við þau áhrif sem markaðsgagnagátt Bloomberg hafði á kauphallarviðskipti á sínum tíma. „Almenningur þekkir Bloomberg einkum sem viðskiptafréttastöð en það markaði kaflaskil árið 1982 þegar Bloomberg kynnti til sögunnar upplýsingaþjónustu, Bloomberg Terminal, sem miðlaði
...