Embætti héraðssaksóknara hefur gefið út ákæru vegna manndráps á hendur manninum sem er grunaður um að hafa banað dóttur sinni, hinni tíu ára Kolfinnu Eldeyju Sigurðardóttur, við Krýsuvíkurveg í september. „Honum er gefið að sök að hafa banað dóttur sinni,“ sagði Karl Ingi Vilbergsson, saksóknari hjá embætti héraðssaksóknara, við mbl.is í gær. Gæsluvarðhald yfir manninum hefur sömuleiðis verið framlengt. Í gær voru 12 vikur síðan hann var hnepptur í gæsluvarðhald, en samkvæmt lögum um meðferð sakamála er aðeins heimilt að vista grunaða í gæsluvarðhald í 12 vikur án þess að ákæra sé gefin út gegn þeim. Tilkynnt var um lík 10 ára gamallar stúlku skammt frá Krýsuvíkurvegi í september. Greindi lögregla síðar frá því að faðir stúlkunnar væri grunaður um að hafa banað henni.