Ákæra Tilkynnt var um lík 10 ára stúlku í grennd við Krýsuvíkurveg.
Ákæra Tilkynnt var um lík 10 ára stúlku í grennd við Krýsuvíkurveg. — Morgunblaðið/Eggert

Embætti héraðssak­sókn­ara hef­ur gefið út ákæru vegna mann­dráps á hend­ur mann­in­um sem er grunaður um að hafa banað dótt­ur sinni, hinni tíu ára Kolfinnu Eld­eyju Sig­urðardótt­ur, við Krýsu­vík­ur­veg í sept­em­ber. „Hon­um er gefið að sök að hafa banað dótt­ur sinni,“ sagði Karl Ingi Vil­bergs­son, sak­sókn­ari hjá embætti héraðssak­sókn­ara, við mbl.is í gær. Gæslu­v­arðhald yfir mann­in­um hef­ur sömu­leiðis verið fram­lengt. Í gær voru 12 vikur síðan hann var hnepptur í gæsluvarðhald, en sam­kvæmt lög­um um meðferð saka­mála er aðeins heim­ilt að vista grunaða í gæslu­v­arðhald í 12 vik­ur án þess að ákæra sé gef­in út gegn þeim. Tilkynnt var um lík 10 ára gamallar stúlku skammt frá Krýsuvíkurvegi í september. Greindi lögregla síðar frá því að faðir stúlkunnar væri grunaður um að hafa banað henni.