Í Noregi hefur um árabil verið starfrækt svokölluð ungmennaveiði (n. ungdomsfiske) yfir sumartímann. Kerfið er leið fyrir ungt fólk að kynnast sjávarútvegi, jafnvel einstaklinga sem aldrei hafa heyrt minnst á sjósókn
Ungir sjómenn ánægðir með vænan steinbít sem fékkst á ungmennaveiðum í Norður-Noregi síðastliðið sumar.
Ungir sjómenn ánægðir með vænan steinbít sem fékkst á ungmennaveiðum í Norður-Noregi síðastliðið sumar. — Ljósmynd/Vadsø kommune

Gunnlaugur Snær Ólafsson

gso@mbl.is

Í Noregi hefur um árabil verið starfrækt svokölluð ungmennaveiði (n. ungdomsfiske) yfir sumartímann. Kerfið er leið fyrir ungt fólk að kynnast sjávarútvegi, jafnvel einstaklinga sem aldrei hafa heyrt minnst á sjósókn. Kerfið er talin ein af mikilvægustu leiðum Norðmanna til þess að auka nýliðun í greininni.

Um er að ræða sérstaka veiði þar sem fólki á aldrinum 12-25 ára gefst kostur á að skrá sig til leiks og var veiðitímabilið síðastliðið sumar 17. júní til 16. ágúst. Tímabilið er þó aðeins breytilegt fyrir ákveðnar tegundir, svo sem grásleppu, en þær veiðar hefjast almennt fyrr. Einnig er um veiðarnar smávægilegur breytileiki í reglum eins og í tilfelli krabbaveiða.

Hver þátttakandi hefur heimild til að landa afla fyrir 50 þúsund

...