Markaður fyrir aflaheimildir er ekki samþjappaður samkvæmt greiningu sem ráðgjafarfyrirtækið Arev hefur unnið á grundvelli fyrstu úthlutunar kvóta vegna fiskveiðiársins 2024/2025. Gætu Síldarvinnslan og Brim runnið saman án þess að markaður aflaheimilda teldist samþjappaður

Gunnlaugur Snær Ólafsson

gso@mbl.is

Markaður fyrir aflaheimildir er ekki samþjappaður samkvæmt greiningu sem ráðgjafarfyrirtækið Arev hefur unnið á grundvelli fyrstu úthlutunar kvóta vegna fiskveiðiársins 2024/2025. Gætu Síldarvinnslan og Brim runnið saman án þess að markaður aflaheimilda teldist samþjappaður.

Arev hefur verið að þróa hugbúnað til að auka gagnsæi á markaði fyrir samþjöppun aflaheimilda í sjávarútvegi. Stuðst er bæði við söguleg gögn sem og nýjustu gögn til að reikna út samkeppnisstuðla.

Áreiðanlegast

Einn þeirra stuðla sem Arev hefur reiknað út er svokallaður Herfindahl-Hirschman-stuðull sem þekktur er undir skammstöfuninni HHI. „Sá er talinn ein áreiðanlegasta vísbendingin um hve mikil samþjöppun á markaði er,“ segir á

...