Mikið traust ríkir á milli formanna Samfylkingar, Viðreisnar og Flokks fólksins og eitthvað einkennilegt þarf að gerast svo ekki verði af ríkisstjórn flokkanna. Inga Sæland, formaður Flokks fólksins, segir í samtali við Morgunblaðið að hún vonist…

Mikið traust ríkir á milli formanna Samfylkingar, Viðreisnar og Flokks fólksins og eitthvað einkennilegt þarf að gerast svo ekki verði af ríkisstjórn flokkanna. Inga Sæland, formaður Flokks fólksins, segir í samtali við Morgunblaðið að hún vonist til þess að ríkisstjórn verði mynduð fyrir jól og telur mögulegt að umræður um skiptingu ráðuneyta hefjist í dag.

„Það ríkir alveg ofboðslega mikið traust á milli okkar og kærleikur og við eigum gott með að tala saman. Okkur líður vel saman og ég er bjartsýn og brosandi. Það má eitthvað einkennilegt koma upp á ef þetta fer í skrúfuna,“ segir Inga.

Hefurðu trú á því að þið myndið ríkisstjórn fyrir jól?

...