Úrsúla Jünemann
Bjarni Benediktsson hefur nýlega veitt tveimur fyrirtækjum leyfi til hvalveiða í fimm ár. Er þetta löglegt? Hann gegnir hlutverki matvælaráðherra í starfsstjórn eftir að Sjálfstæðisflokkur sagði samstarfi við VG lokið. Allavega er siðlaust og mjög umdeilt að gera svona á lokamínútum. Ný réttmætt kosin ríkisstjórn mun jú taka við fljótlega og ætti að sjá um slíkar ákvarðanir.
Það sem heyrist oftast er að það ætti að veiða hvali af því að þeir éta fiskinn frá okkur. Skoðum þetta nánar. Veiðileyfi var gefið út fyrir tveimur hvalategundum; langreyði og hrefnu. Báðar tegundir eru á mörkum þess að vera
í útrýmingarhættu á heimsvísu þótt þær séu frekar algengar
hér við land. Báðar tegundir eru skíðishvalir sem nærast á svifi og smádýrum sem þær sigta inn í gegnum skíðin. Skíðishvalir éta sem sagt ekki fiska eins og