Veðurstofa Íslands lýsti yfir goslokum á Sundhnúkagígaröðinni á Reykjanesskaga í gær. Eldgosið hófst 20. nóvember og stóð yfir í 18 daga, en eins og greint var frá í blaðinu í gær var lítil virkni á eldsumbrotasvæðinu dagana á undan.
Eldgosið var annað stærsta gosið að flatarmáli ef miðað er við undanfarna tólf mánuði.
Samhliða goslokum hefur almannavarnastig á Reykjanesskaga verið lækkað og er nú óvissustig í gildi.