Fagnám í skip- og vélstjórn á Íslandi færist á háskólastig í náinni framtíð. Samningar um samstarf hafa verið gerðir milli Tækniskólans og SIMAC, skipstjórnarskólans í Svendborg í Danmörku, sem opna á þetta. Ytra er nám á þessu sviði alla jafna kennt á háskólastigi sem þá skilar nemendum bachelor-gráðu og alþjóðlegum starfsréttindum.
Lengi hefur verið rætt um það hér heima að fylgja fordæmi Dana og færa efsta stig faggreina á háskólastig. Nú er sú vegferð hafin, segir Víglundur Laxdal Sverrisson, sem stýrir skólum véltækni og skipstjórnar við Tækniskólann. Hann segir mikla framþróun eiga sér nú stað í tækni, til að mynda tengdri sjávarútvegi, sem nú verði fylgt eftir. » 200 mílur