Elliði Vignisson
Elliði Vignisson

Meirihluti íbúa í Ölfusi greiddi atkvæði gegn því að mölunarverksmiðja Heidelberg rísi við Keflavík í Þorlákshöfn en atkvæðagreiðslu lauk í gær.

Alls voru 1.994 á kjörskrá og greiddu 1.310 atkvæði, eða 65,7%. Atkvæðagreiðslan fór fram 25. nóvember til 9. desember.

Þar af sögðu 374, eða 28,5%, já við aðal- og deiliskipulagstillögum vegna verksmiðjunnar en 924, eða 70,5%, sögðu nei og voru 12 auðir og ógildir seðlar, eða 1%. Bæjarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins í Ölfusi sögðu umræðuna hafa verið mikilvægan lið í lýðræðislegri ákvarðanatöku sveitarfélagsins í tilkynningu sem Elliði Vignisson bæjarstjóri Ölfuss sendi á fjölmiðla.