Nauðsynlegt er að tjónþolum í líkamstjónamálum verði aftur í fyrstu atrennu heimilt að afla álits örorkunefndar eða annars stjórnvalds um varanlegar afleiðingar líkamstjóns síns.

Steingrímur Þormóðsson, Þormóður Skorri Steingrímsson og Fjölnir Vilhjálmsson

Allt frá innreið amerískra glæsifáka og rússajeppa hér til landsins á síðustu öld hafa Íslendingar verið mikil bílaþjóð. Í áraraðir hefur bílaeign mælst hér á landi með því hæsta sem þekkist á byggðu bóli. Einn
af fylgifiskum einkabílsins er sá mikli fjöldi slysa sem verða í umferðinni ár hvert. Samkvæmt
opinberum tölum á vefsíðu Samgöngustofu hafa á þessu ári yfir fimm hundruð manns hlotið
meiðsli í slysum í umferðinni.
Þar af hafa átta manns látið lífið.

Sá sem verður fyrir því óláni að slasast í umferðinni stendur frammi fyrir því viðfangsefni að sækja sér bætur úr hendi vátryggingafélags. Sem skilyrði fyrir greiðslu bóta þarf tjónþoli að sanna líkamstjón sitt í samræmi við ákvæði skaðabótalaga nr.

...