Fangar tóku að streyma út úr Saydnaya-fangelsinu í grennd við Damaskus í Sýrlandi í gær er ljóst var að einræðisherra landsins, Bashar al-Assad, væri flúinn til Moskvu í Rússlandi. Vopnaðir menn brutu upp lása á fangelsinu, sem sagt er eitt það…
Sýrland Stórtækar vinnuvélar, auk handafls, voru notaðar til þess að brjóta múra og gólf í Saydnaya-fangelsinu í grennd við Damaskus í Sýrlandi í gær.
Sýrland Stórtækar vinnuvélar, auk handafls, voru notaðar til þess að brjóta múra og gólf í Saydnaya-fangelsinu í grennd við Damaskus í Sýrlandi í gær. — AFP/Adbulaziz Ketaz

Sonja Sif Þórólfsdóttir

sonja@mbl.is

Fangar tóku að streyma út úr Saydnaya-fangelsinu í grennd við Damaskus í Sýrlandi í gær er ljóst var að einræðisherra landsins, Bashar al-Assad, væri flúinn til Moskvu í Rússlandi. Vopnaðir menn brutu upp lása á fangelsinu, sem sagt er eitt það alræmdasta um þessar slóðir, og hefur stundum verið kallað sláturhús.

„Hvað er að gerast?“ spurði hver fanginn á fætur öðrum er þeir losnuðu út úr fangelsinu. Í myndskeiði sem tekið var upp þegar fangelsið var opnað má heyra mann segja: „Þú ert frjáls. Komdu út. Þetta er búið. Bashar er farinn. Við unnum hann,“ heyrist einn segja.

Á myndum af fangaklefum í Saydnaya-fangelsinu sjást engin húsgögn.

Saydnaya-fangelsið er ekki

...