Þór Breiðfjörð heldur sína árlegu jólatónleika í Fríkirkjunni í Reykjavík á föstudag, 13. desember, kl. 20.30. Með honum á sviðinu verður tríó, skipað Kjartani Valdemarssyni á píanó, Ásgeiri Ásgeirssyni á gítar og Jóni Rafnssyni á kontrabassa. Þá mun Kristinn sonur Þórs koma fram með föður sínum. „Tónleikarnir eru ómissandi fyrir alla sem elska tónlist, jólalög og hlýlega stemningu í fallegu umhverfi í aðdraganda jólanna,“ segir í tilkynningu. Þór fagnar endurútgáfu jólaplötu sinnar, Jól í stofunni, og frumflytur að auki nýtt jólalag.