Ásgeir Ingvarsson
ai@mbl.is
Sú skemmtilega hefð hefur orðið til hjá Ísfélaginu að ár hvert útbúa starfsmenn kynstrin öll af jólasíld að hætti hússins.
Björn Brimar Hákonarson er framleiðslustjóri hjá frystihúsinu í Vestmannaeyjum og segir hann að rekja megi hefðina a.m.k. aftur til ársins 2005. „Það getur nefnilega vel verið að jólasíld hafi verið framleidd hjá Ísfélaginu fyrir mína daga en þegar ég kem hingað til starfa árið 2005 var þetta ekki stundað og urðum við Ægir Páll Friðbertsson, þáverandi framkvæmdastjóri, sammála um að það gæti verið hið prýðilegasta framtak – fyrst við erum að framleiða síld stóran hluta ársins – að gera meira úr hráefninu og eiga til góða marineraða síld ofan á rúgbrauð.“
Síldin er löguð í samræmi við leiðbeiningar sem
...