„Hljómur kórorgelsins er einstakur og blæbrigðin ótalmörg eftir endurbygginguna. Þegar hljóðfæri er nærri altari kirkju þar sem kórinn stendur skapast gott samband við söfnuðinn sem þannig fær hvatningu til þess að syngja
Organisti Björn Steinar Sólbergsson við hljóðfærið góða sem setur sterkan svip á kirkjuskipið. Og hljómar vel.
Organisti Björn Steinar Sólbergsson við hljóðfærið góða sem setur sterkan svip á kirkjuskipið. Og hljómar vel. — Morgunblaðið/Karítas

Sigurður Bogi Sævarsson

sbs@mbl.is

„Hljómur kórorgelsins er einstakur og blæbrigðin ótalmörg eftir endurbygginguna. Þegar hljóðfæri er nærri altari kirkju þar sem kórinn stendur skapast gott samband við söfnuðinn sem þannig fær hvatningu til þess að syngja. Slíkt auðgar og gefur helgihaldi vídd,“ segir Björn Steinar Sólbergsson, organisti í Hallgrímskirkju í Reykjavík.

Höfuðkirkja Evrópu

Nýlega var Frobenius-kórorgel kirkjunnar helgað eftir miklar breytingar sem á því voru gerðar. Hljóðfæri þetta var í aðalhlutverki í kirkjunni frá árinu 1985 og fram til 1992 þegar stóra Klais-pípuorgelið var tekið í notkun. „Í flestum höfuðkirkjum Evrópu, eins og Hallgrímskirkja sannarlega er, eru tvö orgel. Stórt konsertorgel í vesturenda og kórorgel í austurenda við

...