Íslendingar eru í hópi þeirra Evrópuþjóða þar sem stór hluti íbúa sem komist hafa á eftirlaun heldur áfram að vinna samhliða því að fá greiddan eftirlaunalífeyri. Eurostat, hagstofa Evrópusambandsins, hefur birt samanburð þar sem kannað var á…
Við störf Margir sem taka út lífeyri vilja vera virkir á vinnumarkaði.
Við störf Margir sem taka út lífeyri vilja vera virkir á vinnumarkaði. — Morgunblaðið/Kristinn Magnússon

Íslendingar eru í hópi þeirra Evrópuþjóða þar sem stór hluti íbúa sem komist hafa á eftirlaun heldur áfram að vinna samhliða því að fá greiddan eftirlaunalífeyri. Eurostat, hagstofa Evrópusambandsins, hefur birt samanburð þar sem kannað var á síðasta ári hversu stór hluti íbúa í Evrópulöndum á aldrinum 50 til 74 ára hélt áfram störfum á vinnumarkaði á fyrstu sex mánuðunum eftir að þeir hófu að taka út lífeyri. Í ljós kemur að í löndum Evrópusambandsins héldu að meðaltali 13% fólks á þessum aldri áfram að vinna eftir að greiðsla eftirlauna hófst. 64,7% hættu að vinna en 22,4% voru ekki á vinnumarkaði þegar þeir byrjuðu að fá eftirlaun.

Á Íslandi héldu 42,3% íbúa á þessum aldri áfram að vinna eftir að þeir hófu að taka úr eftirlaunalífeyri. 33% ákváðu á hinn bóginn að láta af störfum. 24.2% héldu óbreyttu starfi sínu og starfshlutfalli á vinnumarkaði og þáðu

...