Það er svo sem lítið búið að gerast. Hulda er búin að vera þrjá daga á veiðum síðan skipið kom. Þegar hún átti að fara á veiðar núna síðast kom upp leki í ofnakerfinu uppi í brú. Þá var ákveðið að bíða þar til búið væri að lagfæra það.“ Þetta…
Arinbjörn Rögnvaldsson
arir@mbl.is
Það er svo sem lítið búið að gerast. Hulda er búin að vera þrjá daga á veiðum síðan skipið kom. Þegar hún átti að fara á veiðar núna síðast kom upp leki í ofnakerfinu uppi í brú. Þá var ákveðið að bíða þar til búið væri að lagfæra það.“
Þetta segir Hrannar Jón Emilsson, útgerðarstjóri Þorbjarnar í Grindavík, spurður hvernig hafi gengið eftir að Hulda Björnsdóttir GK-11 hélt til veiða.
Hulda er nýr ísfisktogari sem kom til landsins um miðjan október. Skipið er 58 metra langt og 13,6 breitt og mun vera fyrsta nýsmíðin sem Þorbjörn ræðst í síðan 1967.
Þegar Morgunblaðið náði tali af Hrannari hafði Hulda nýlokið prufutúr þar sem veiðarfæri, spil
...