Ólafur E. Jóhannsson

oej@mbl.is

Skóla- og frístundaráð Reykjavíkurborgar samþykkti í gær að byggja nýjan unglingaskóla í Laugardal og falla þar með frá fyrri ákvörðun um að byggja við skólana þrjá sem í hverfinu eru; Laugarnesskóla, Laugalækjarskóla og Langholtsskóla. Þetta var samþykkt með atkvæðum fulltrúa meirihlutans í borgarstjórn, gegn atkvæðum fulltrúa Sjálfstæðisflokksins. Fulltrúi Vinstri grænna sat hjá.

Mikill kurr hefur verið meðal foreldra skólabarna í hverfinu vegna þessara áforma borgaryfirvalda sem nú hafa raungerst og hafa á annað þúsund íbúar í hverfinu mótmælt þeim. Ætlunin er að 1.-4. bekkur verði í Laugarnesskóla, 5.-7. bekkur í Laugalækjarskóla, 1.-7. bekkur í Langholtsskóla og að byggður verði nýr unglingaskóli í dalnum.

Á fundinum lögðu fulltrúar Sjálfstæðisflokksins í ráðinu, þau Marta Guðjónsdóttir og Helgi Áss Grétarsson, fram bókun þar

...