Til stendur að undirrita nú í janúar samninga um samstarf Skipstjórnar- og Véltækniskóla Tækniskólans og SIMAC – Svendborg International Maritime Academy í Danmörku. Samningur þessi og innihald hans munu leiða af sér breytingar í þróun náms í…
Siglingahermir í Skipstjórnarskólanum. Hér má stilla upp ýmsum aðstæðum í stafrænu umhverfi og öðlast þannig mikilvæga þjálfun sem svo mun nýtast í raun á hafi úti.
Siglingahermir í Skipstjórnarskólanum. Hér má stilla upp ýmsum aðstæðum í stafrænu umhverfi og öðlast þannig mikilvæga þjálfun sem svo mun nýtast í raun á hafi úti. — Morgunblaðið/Sigurður Bogi

Sigurður Bogi Sævarsson

sbs@mbl.is

Til stendur að undirrita nú í janúar samninga um samstarf Skipstjórnar- og Véltækniskóla Tækniskólans og SIMAC – Svendborg International Maritime Academy í Danmörku. Samningur þessi og innihald hans munu leiða af sér breytingar í þróun náms í skipstjórn og vélstjórn hér á landi enda er litið svo á að SIMAC sé meðal fremstu skóla á sínu sviði í Evrópu.

„Með þessu samstarfi færumst við enn nær því besta á þessu sviði. Segja má að við hoppum beint í meistaradeildina án milliriðla ef við líkjum þessu við íþróttir. Að bjóða upp á gott nám í skipstjórn og vélstjórn felur í sér margar áskoranir. Nemendahópurinn er tiltölulega lítill í ekki fjölmennara landi en Ísland er. Alþjóðlegar kröfur til námsins eru miklar, sem og kröfur til tækjabúnaðar og endurnýjunar hans,“

...