Kolbrún Sveinsdóttir segir það synd hve lítið hlutverk saltfiskur spilar í mataræði Íslendinga. „Í augum annarra þjóða erum við þessir miklu saltfiskframleiðendur og er saltfiskurinn svo samofinn sögu þjóðarinnar að á sínum tíma þótti koma til …

Ásgeir Ingvarsson

ai@mbl.is

Kolbrún Sveinsdóttir segir það synd hve lítið hlutverk saltfiskur spilar í mataræði Íslendinga. „Í augum annarra þjóða erum við þessir miklu saltfiskframleiðendur og er saltfiskurinn svo samofinn sögu þjóðarinnar að á sínum tíma þótti koma til greina að hafa saltfiskflök á íslenska fánanum, en í dag er saltfiskur vandfundinn hjá fiskbúðum og matvöruverslunum, og leitun að saltfiski á matseðlum veitingastaða, þótt það séu reyndar nokkrir sem bjóða upp á góðan saltfisk.“

Kolbrún er verkefnisstjóri hjá Matís en þar hefur undanfarin fimm ár verið unnið að því að koma saltfiski betur á framfæri innanlands. „Sem hluta af norrænu verkefni fórum við í það árið 2019 að skoða stöðu saltfisksins með liðsinni Íslandsstofu, saltfiskframleiðenda, Klúbbs matreiðslumeistara

...