Verksmiðjufólk þýska bílarisans Volkswagen fjölmennti á mótmælum við höfuðstöðvar fyrirtækisins í Wolfsburg. Krefjast þeir aukins starfsöryggis og mótmæla harðlega boðaðri tekjuskerðingu. Fréttaveita Reuters segir um 38 þúsund hafa mótmælt við…
— AFP/Martin Meissner

Verksmiðjufólk þýska bílarisans Volkswagen fjölmennti á mótmælum við höfuðstöðvar fyrirtækisins í Wolfsburg. Krefjast þeir aukins starfsöryggis og mótmæla harðlega boðaðri tekjuskerðingu. Fréttaveita Reuters segir um 38 þúsund hafa mótmælt við höfuðstöðvarnar í um fjórar klukkustundir og var hávaði þar mikill.

Volkswagen hefur ekki átt sjö dagana sæla undanfarið, skandalar tengdir útblástursmælingum og dræmar sölutölur í ID-rafbílalínunni hafa m.a. kostað fyrirtækið miklar upphæðir. Segja sumir sérfræðingar Volkswagen vart samkeppnishæft lengur. Til að bregðast við breyttri stöðu hafa stjórnendur Volkswagen viðrað áform sín um að loka framleiðslustöðum – í fyrsta skipti í sögu fyrirtækisins og boða um leið mikinn niðurskurð á rekstri.