Vísindamenn hins virta háskóla Massachusetts Institute of Technology (MIT) í Bandaríkjunum og Háskólans í Bergen í Noregi segjast hafa fylgst með samspili þorsks og loðnu þegar loðnan á suðurleið til hrygningar mætir þorskinum úti af Noregi
Þorskurinn getur speglað torfumyndanir loðnu, sem telja milljónir einstaklinga, og étið helming hennar á stuttum tíma.
Þorskurinn getur speglað torfumyndanir loðnu, sem telja milljónir einstaklinga, og étið helming hennar á stuttum tíma. — Ljósmynd/Erlendur Bogason

Gunnlaugur Snær Ólafsson

gso@mbl.is

Vísindamenn hins virta háskóla Massachusetts Institute of Technology (MIT) í Bandaríkjunum og Háskólans í Bergen í Noregi segjast hafa fylgst með samspili þorsks og loðnu þegar loðnan á suðurleið til hrygningar mætir þorskinum úti af Noregi.

Með því að nýta bergmálsmælingar og sérstaka myndgreiningartækni gátu þeir séð hvernig loðnur byrjuðu að hópast saman og mynduðu risavaxna torfu sem spannaði tugi kílómetra. Þorskurinn á svæðinu speglaði þessa hegðun og myndaði eigin torfu. Þorskarnir réðust síðan á loðnuna og áætla vísindamennirnir að hann hafi á stuttum tíma lagt sér til munns um helming loðnutorfunnar, um 10 milljónir loðna.

Fjallað er um rannsóknina í greininni „Rapid predator-prey balance shift follows

...