Fjölmargar nýjar umsóknir hafa að undanförnu borist á vefnum leidretting.is um skattfrjálsa ráðstöfun viðbótariðgjalds til séreignarsparnaðar inn á höfuðstól fasteignaláns og til úttektar á uppsöfnuðum séreignarsparnaði við kaup og öflun íbúðarhúsnæðis til eigin nota. Alþingi samþykkti á dögunum framlengingu á þessu úrræði til ársloka á næsta ári en það átti að óbreyttu að renna út um næstkomandi áramót.
Samkvæmt upplýsingum sem fengust hjá Skattinum voru nýjar umsóknir um ráðstöfun séreignarsparnaðar til greiðslu inn á lán sem tekin hafa verið til öflunar á íbúðarhúsnæði til eigin nota, síðustu dagana í nóvember á bilinu 14 til 29 á dag. Fyrstu dagana í desember, þ.e. frá 1.-5. dags mánaðarins, hafa umsóknir verið á bilinu 4-62 á dag.
Samtals bárust 280 umsóknir um nýtingu séreignarsparnaðarins á ellefu dögum frá 25. nóvember til 5. desember sl. Þetta úrræði var upphaflega lögfest á sínum tíma vegna leiðréttingar á fasteignalánum.
Í svari frá Skattinum
...