Gunnlaugur Snær Ólafsson
gso@mbl.is
Alþjóðafjarskiptasambandið (ITU) og Alþjóðasiglingamálastofnunin (IMO) hafa komist að þeirri niðurstöðu að það eigi að banna notkun sjálfvirka auðkenniskerfisins AIS til að merkja staðbundin veiðarfæri, eins og gert hefur verið um árabil. Í samræmi við þessa niðurstöðu ákvað fjarskiptanefnd (ECC) póst- og fjarskiptasamtaka Evrópu (CEPT) – sem samræmir regluverk í Evrópu – árið 2022 að AIS-merkingar á veiðarfærum skyldu ekki heimilaðar eftir árslok 2024.
Fjarskiptastofa (FST) segir í svari við fyrirspurn blaðamanns að til skoðunar sé nú að innleiða þessa ákvörðun og að stofnunin eigi í samræðum við söluaðila tækjanna og Vegagerðina vegna málsins.
„Málið snýst um baujur sem notaðar eru á veiðarfæri. Ákvörðunin kveður á um
...