Gunnlaugur Snær Ólafsson
gso@mbl.is
Það liggur vel á okkar manni er blaðamaður nær tali af honum, enda Jón nýkominn heim eftir dvöl á Tenerife. Getur hann ekki annað en játað því að vera nú orðinn sólbrúnn og fallegur. „Já, maður er bara undrafagur orðinn,“ segir hann léttur.
Tilefni samtalsins er þó ekki sólarferð Jóns heldur að blaðamaður varð þess var að bátur hans, Norðurljós NS, hefur að síðastliðnu sumri meðtöldu landað tæplega 30 tonnum af hákarli frá árinu 2019. Er þetta tæplega þriðjungur hákarlsafla Íslendinga á tímabilinu. Ef litið er til tímabilsins 2014 til 2024 er það aðeins Sæljón NS-19, sem Guðjón Guðjónsson gerir út, sem hefur landað meiri afla, alls 30,6 tonnum. Báðir bátarnir eru gerðir út frá Vopnafirði en dregið hefur nokkuð úr hákarlaveiði Sæljóns.
...