Stálorka í Hafnarfirði hefur í tæp 40 ár sinnt smíðavinnu og viðgerðum á bátum fyrir sjávarútvegsfyrirtæki og Gunnar Óli Sigurðsson, framkvæmdastjóri og einn eigenda, segir starfsemi fyrirtækisins hafa breyst mikið frá stofnun, það sinni nú mun fjölbreyttari verkefnum
Stálorka flutti fyrir nokkrum árum í 2.000 fermetra húsnæði að Óseyrarbraut 29a í Hafnarfirði. Gunnar segir góða lofthæð í húsinu, stórar dyr og góða vinnuaðstöðu.
Stálorka flutti fyrir nokkrum árum í 2.000 fermetra húsnæði að Óseyrarbraut 29a í Hafnarfirði. Gunnar segir góða lofthæð í húsinu, stórar dyr og góða vinnuaðstöðu. — Aðsend/Stálorka

Arinbjörn Rögnvaldsson

arir@mbl.is

Stálorka í Hafnarfirði hefur í tæp 40 ár sinnt smíðavinnu og viðgerðum á bátum fyrir sjávarútvegsfyrirtæki og Gunnar Óli Sigurðsson, framkvæmdastjóri og einn eigenda, segir starfsemi fyrirtækisins hafa breyst mikið frá stofnun, það sinni nú mun fjölbreyttari verkefnum.

„Stálorka er fjölbreytt smiðja og tækniþjónusta og við smíðum úr stáli, ryðfríu, plasti og áli. Við erum með bátalyftur hérna í 2.000 fermetra húsnæðinu okkar í Hafnarfirði. Við getum því tekið báta að 25 metrum í slipp. Það er góð aðstaða hér til að taka stóra báta til okkar í viðhald,“ segir Gunnar.

Lengi vel var Stálorka mestmegnis í togaravinnu ýmiss konar, til dæmis að skipta um lunningar og byrðinga í skipum og bátum. Fyrirtækið var svo selt árið 2017

...